
Nýtt- Addú í Rock & roll marglita útgáfu
Fullt verð / Regular price
42.900 kr
42.900 kr
Á ÚTSÖLU - ON SALE
Ath! 10% frumsýningar afsláttur reiknast af í körfu dagana 4.-11. apríl.
Okkar vinsælu Addú ökklaskór í nýrri æðislegri rokk útgáfu. Skórnir eru úr svartri burstaðri nautshúð með hömruðu marglita metal munstri, sem gerir hvert par einstakt.
Tónarnir í lita flæðinu eru frá ljósbleiku yfir í dökkbleikt, fjólublátt og kóngablátt. Skórnir eru skemmtilega töff rokkuð útgáfa sem passar vel við buxur, kjóla og pils. Þeir eru truflað flottir við leggings, og allt leður og pleður! Handgerðir í litlu upplagi.
Hælhæð: 5 cm einstaklega þægilegir og stöðugir
Innlegg: Mjúk, þægileg HALLDORA innlegg sem gera skóna dásamlega að vera í og draga úr þreytu.
Fóður og frágangur: Leður og góðir YKK rennilásar, gúmmísólar sem þola vel íslenskar aðstæður.