Jón götuskór
Jón götuskór

Jón götuskór

Fullt verð / Regular price 39.900 kr

Við kynnum nýju línuna okkar, götuskó/sneakers sem ætlaðir eru fyrir öll kyn.

Línan hefur verið í yfir 3 ár í hönnun, þróun og vinnslu en skórnir eru smíðaðir í litlu upplagi í hverri gerð í stærðum 35-45. Við notum mismunandi leður, rúskinn, roð, nautshúð og fleira fallegt og sérstakt í línuna, ásamt einstaklega þægilegum, mjúkum, léttum en sterkum EVA sólum (Ethylene-Vinyl Acetate) og góð innlegg sem gera skóna afar þægilega. 

Götuskórnir Jón eru unnir úr vönduðu nautsleðri og íslensku hlýraroði í fallegum hlýjum gráum og dröppuðum tónum. Nautsleðrið er pússað upp svo það fær lifandi blæ og svolítið sveitalegt "notað" útlit í þrívídd, til móts við hlýraroðið þar sem náttúrulegt munstur fisksins nýtur sín afar vel. Kósarnir á skónum eru í reyklituðum stállit (gunmetal) ásamt merkingunni framan á reimunum. Val um gráar reimar eða hvítar, sem eru þéttofnar úr bómullar-pólý blöndu. Skórnir eru fóðraðir að innan með mjúku leðri, sem er einnig efsta lagið í innri innleggjunum. 

Stærðirnar: Eru nú svipaðar og í ökklaskónum okkar, svo þú ættir að geta pantað sömu stærð í götulínunni og þú notar í ökklaskónum. Stærðirnar teljast eðlilegar, jafnvel örlítið rúmar.

Skipti/skil: Þú hefur 2 vikur til að skipta eða skila vörum sem keyptar eru í netverslun, en það væri gott að heyra frá þér sem fyrst ef þú hyggst skipta eða skila, þar sem vörurnar okkar eru smíðaðar í takmörkuðu magni. Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar aðstoð eða ef þú hefur einhverjar spurningar