Væntanlegt/forpanta: Þorsteinn götuskór, stærðir 36-45

Væntanlegt/forpanta: Þorsteinn götuskór, stærðir 36-45

Fullt verð / Regular price 34.900 kr

Við kynnum nýju línuna okkar, götuskó/sneakers sem ætlaðir eru fyrir öll kyn.
Línan hefur verið í yfir 3 ár í hönnun, þróun og vinnslu en skórnir eru smíðaðir í litlu upplagi í hverri gerð í stærðum 36-45. Við notum mismunandi leður, rúskinn, roð, nautshúð og fleira fallegt og sérstakt í línuna, ásamt einstaklega þægilegum, léttum en sterkum EVA sólum (Ethylene-Vinyl Acetate) og góð innlegg sem gera skóna afar þægilega. 

Skórnir Þorsteinn eru unnir úr vönduðu nautsleðri og bylgjuðu ofnu nautsleðri. Nautsleðrið er létt lakkað og því aðeins glansandi sem gefur skónum glæsilegan brag og dregur fram þrívíddaráhrif ofna leðursins.

Kósarnir eru svartir en lógóið að framan er í dökku stáli (gunmetal). Svartar reimar, þéttofnar úr bómullar-pólý blöndu. Skórnir eru fóðraðir að innan með mjúku leðri sem er einnig efsta lagið á innleggjunum í sólanum.

Stærðirnar frá 36-41 eru nokkuð venjulegar, en ef þú ert á milli stærða (td notar stundum 39, stundum 40) mælum við með að þú takir stærðina upp. Stærðir frá 42 og uppúr eru gerðar örlítið breiðari og eru nokkuð venjulegar og henta vel karlmönnum sem nota upp í 45, jafnvel með háa rist eða breiða fætur.
Einstaklega flottir og klassískir götuskór, fallegir í litlum og stórum stærðum.

 

SKÓRNIR ERU Í VINNSLU-PANTANIR VERÐA AFGREIDDAR Í SEPTEMBER.