Nýir jarðbaðsbláir ökklaskór, í litatónum sem minna á himininn og fallega leirlitað náttúruvatnið í jarðböunum í Mývatnssveit, þar sem mildir tónarnir mætast á stórkostlegan hátt með einstakri orku. Skórnir er sèrstakir ökklaskór með afar þægilegum hælum og smá upphækkunum að framan. Sniðið er lágt ökklasnið með lægri brúnum að framan og hentar það mjög vel bæði breiðum ökklum og grönnum, sniðið fer nær öllum vel.
Hönnunin er innblásin af íslenskum eldstöðvum og gígum og dregur nafn sitt þaðan.
Skórnir eru smíðir úr nautsleðri/rúskinni með glansandi filmupressuðu/hömruðu nautsleðri í hraun-hringjunum. Einstakt handbragð og fallegur saumaskapur ásamt vönduðum brydduðum leðurbrúnum. Götin í miðjum brjóta upp formið og getur verið mjög fallegt að fara í litaða sokka undir og setja þannig þinn brag á útlitið hverju sinni og para skóna við hvaða klæðnað sem er.
Skórnir eru fáanlegir í stærðum 36-42
Skórnir eru afar þægilegir, smíðaðir með okkar bestu mótum og með mjúkum innleggjum. Hælahæðin er 6,5 cm - en raunhæð hælana jafngildir um 4,5-5 cm þar sem 1,5 cm upphækkun að framan kemur til móts við hæðina ásamt innleggjum.
NEW IN. - Our unique sky blue ankleshoes inspired by Icelandic volcanoes, Surtsey and Hverfjall. The colour combination reminds us on the heavenly view of the nature baths or blue lagoon in Iceland where the unique blue mud coloured water meets the endless clear sky on a bright day. Energetic and unique.
The shoes are limited, handmade and are
available in sizes 36-42.