Guðrún götuskór
Guðrún götuskór
Guðrún götuskór

Guðrún götuskór

Prix régulier 35.900 kr Solde

Ný lína, götuskór/sneakers ætlaðir fyrir öll kyn.
Línan hefur verið í yfir 3 ár í hönnun, þróun og vinnslu en skórnir eru smíðaðir í litlu upplagi í hverri gerð í stærðum 36-45. Við notum mismunandi leður, rúskinn, roð, nautshúð og fleira fallegt og sérstakt í línuna, ásamt einstaklega þægilegum, léttum en sterkum EVA sólum (Ethylene-Vinyl Acetate) og góð innlegg sem gera skóna afar þægilega. 

Skórnir eru unnir úr svörtu léttlökkuðu nautsleðri með fallegum roðfléttum í ytri hliðum, úr íslenskum hlýra, karfa og laxaroði.  Handgerðir og öðruvísi. Svartir kósar, svartar bómullar-pólý reimar með fíngerðum glans og burstuð, svert silfur lógó (má einnig óska eftir gulli eða silfurlituðum lógóum) að framan skreyta skóna og gera þá smart. Skórnir ganga við flest tilefni, fyrir öll kyn- en þeir eru smíðaðir frá 36-45.

Skórnir eru fóðraðir að innan með þægilegu léttu bómullar-pólý efni, en leður er í efsta laginu á innlegginu. Stærðirnar eru nokkuð venjulegar, en ef þú ert á milli stærða (td notar stundum 39, stundum 40) mælum við með að þú takir stærðina upp, eða 40. Stærðirnar frá 42-45 eru breiðari og með 6 kósum, sem henta vel fyrir flesta karlmenn.