Okkar vinsælu Addú ökklaskór í æðislegri nýrri hátíðarútgáfu.
Skórnir eru úr burstaðri nautshúð í fallegum gull tónum, sem gera hvert par einstakt.
Skórnir eru skemmtilega töff en geta líka verið mjög sparilegir, passa vel við buxur, kjóla og pils. Handgerðir í litlu upplagi.
Hælhæð: 5 cm einstaklega þægilegir og stöðugir
Innlegg: Mjúk, þægileg HALLDORA innlegg sem gera skóna dásamlega að vera í og draga úr þreytu.
Fóður og frágangur: Leður og góðir YKK rennilásar, gúmmísólar sem þola vel íslenskar aðstæður. Gott er að vatnsverja leðrið með spray vatnsvörn