Þórhildur götuskór
Normaler Preis
36.900 kr
36.900 kr
Angebot
Götuskór/sneakers sem ætlaðir eru fyrir öll kyn.
Nýja götulínan okkar er unnin í litlu upplagi, fa pör í hverri gerð í stærðum 35-45. Við notum mismunandi leður, rúskinn, roð, nautshúð og fleira fallegt og sérstakt í línuna, ásamt einstaklega þægilegum, mjúkum, léttum en sterkum EVA sólum (Ethylene-Vinyl Acetate) og góð innlegg sem gera skóna afar þægilega.
Skórnir Þórhildur eru unnir úr svörtu mjúku rúskinni og hamraðri marglita nautshúð, engin tvö pör eru eins. Það má sjá alla regnbogans liti í skónum. Svört leðurbrydding, reyklita silfur kósar og lógó að framan skreyta skóna og gera þá enn fínni og smart. Skórnir ganga við buxur, pils, kjóla og við flest tilefni, hvort sem þú ert á leið í göngutúr, vinnu eða boð og vilt vera í þægilegum skóm. Skórnir eru fóðraðir að innan með mjúku bómullar-pólý efni, en efsta lagið í innri innleggjunum er mjúkt leður. Einstaklega mjúkir og þægilegir, frekar breið snið en það má einnig toga skóna þéttar saman upp á ristinni fyrir grennri fætur.
Stærðirnar: Eru svipaðar og í ökklaskónum okkar, svo þú ættir að panta sömu stærð í götulínunni og þú notar í ökklaskónum. Stærðirnar teljast eðlilegar.
Skipti/skil: Þú hefur 2 vikur til að skipta eða skila vörum sem keyptar eru í netverslun, en það væri gott að heyra frá þér sem fyrst ef þú hyggst skipta eða skila, þar sem vörurnar okkar eru smíðaðar í takmörkuðu magni. Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar aðstoð eða ef þú hefur einhverjar spurningar.