Vandað, lítið samkvæmisveski með úlnliðsól og langri keðju yfir öxl. Veskið hentar til dæmis vel fyrir síma, vegabréf, lyklana, varalitinn og kortin. Við gerðum nokkur eintök í þessari sérstöku Addú-rokk marglita útgáfu og eru engin tvö veski nákvæmlega eins.
Veskið er unnið úr burstaðri nautshúð með hömruðu marglita metal munstri með nautsleðri í bakhlið. Veskið er í stíl við ökklaskóna okkar Addú rokk með marglita munstrinu. Á veskinu er hangandi skrautlógó sem má taka af og setja á eftir smekk, en engin áföst merking er utaná veskinu, aðeins inn í því. Veskið er ekki með auka hólfum að innan eins og stærri útgáfurnar. Það er vandlega fóðrað og lokað með rennilás að ofan.
Hægt er að óska eftir gjafaöskju og innpökkun.
Stærð: 19x12,5x2 cm
Athugið að stóra taskan á annarri myndinni fylgir ekki með, en er einungis til að sjá stærðarmuninn á töskunum. Stóra veskið kostar 38.900.