Módelskór stærð 38 1x par (frumgerð roð, ný hönnun 2022-23)

Módelskór stærð 38 1x par (frumgerð roð, ný hönnun 2022-23)

Normaler Preis 35.900 kr 25.130 kr Angebot

Ný vörulína,- sportlegir en töff götuskór frá HALLDORA munu líta dagsins ljós á næstu mánuðum. Við ætlum að leyfa frumgerðum hönnunarinnar að vera með á þessari módelskó útsölu, áður en hin raunverulega lína er tilbúin. Örfá pör, ekkert eins.

Skórnir eru með svipuðu útliti og er í lokaútgáfunni, þrátt fyrir að önnur gerð af fóðri verði notuð og aðrar roð útfærslur, ásamt öðrum skóreimum og smáatriðum með bryddingu, lógó merkingu ofl.

Parið (stærð 38) er unnið úr rúskinni og íslensku laxaroði með silfur úða, með mjúkum þægilegum botnum. Önnur gerð af roði verður notuð í lokaútgáfuna á skónum sem við framleiðum, en rúskinn, leður og roð. Leðurfóðrið í frumgerðinni er nautsleður en það mun ekki vera þannig í framleiðslunni.  Leðurbrydding utanum reima svæðið nær ekki alveg saman í parinu.